Loksins fékk ég eitthvað alminnilegt að borða hérna í Ástralíu. Ég er ekkert búin að vera neitt rosalega duglega við að elda sjálf og þá lætur maður bara aðra gera það fyrir sig. Mér og Vanessu var sem sagt boðið í mat í gær. Michael einn af bandarísku skiftinemunum hérna eldaði fyrir okkur og við gátum notið þess að borða kjúkling, grjón, kartöflur, gulrætur og fleira góðgæti og dreypt á smá víni. Þetta var fín kvöldstund en því miður þá eldar Michael ekkert sérlega oft heldur svo við sáum ekki fram á að geta mætt í mat hjá honum á hverju kvöldi. Ég þarf bara að fara að finna eitthvað fleira fólk sem að nennir að bjóða mér í mat :-) Annars er veðrið að batna svo mikið hérna að nú er maður bara í því að skipuleggja lautarferðir til að geta setið úti og notið góða veðursins á meðan að maður nærist.
Ég er annars búin að vera rosalega duglega að setja myndir inn á myndaalbúmið og núna ætti meirihlutinn af myndunum frá ferðalaginnu að vera kominn inn og restin kemur á morgun.
Ég ætla að halda áfram að læra núna þar sem að ég er búin að vera í smá pásu. Ég er búin að lesa allar fréttirnar á mbl.is, visir.is og dr.dk svo nú held ég að ég hafi dálitla yfirsýn yfir hvað er að gerast í heiminum.
þriðjudagur, október 05, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli