Ég var að upplifa alveg frábæra þjónustu hérna á bókasafninu í skólanum. Ég þurfti að spyrja einnar spurningar og maður getur valið óteljandi margar leiðir til að komast í samband við starfsfólkið hérna. Það er auðvitað hægt að fá hjálp eftir öllum venjulegu leiðunum eins og að mæta á svæðið, senda email, hringja og svo framvegis. Það er hins vegar líka hægt að senda SMS eða spjalla við starfsfólkið á netinu. Ég prófaði að senda fyrirspurn á netinu og eftir eina mínutu var komið svar. Mér finnst þetta mjög gott hjá þeim hérna. Ég verð að prófa að senda SMS næst þegar að mig vantar hjálp.
miðvikudagur, október 06, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli