Ég sit í einni tölvustofunni hérna upp í skóla en fyrir tíu mínútum síðan fór brunaboðinn af stað. Þetta var bara æfing en þeir taka þetta greinilega alvarlegra hérna en þeir gera á Íslandi eða í Danmörk og við vorum látin ríma bygginguna. Það var heldur ekki eins og maður hafi haft tíma til að geyma allt dótið sitt á tölvunni heldur var maður drifinn út á gras. Þeir voru greinilega að gera átak í þessu því þeir voru að fara á milli allra bygginganna. Bandaríkjamennirnir sem að ég þekki og spjallaði við á meðan fanns þetta hins vegar ekkert strórmál og þeim þetta var nú ekkert merkilegt. Þau voru aðallega að velta því fyrir sér hvort að maður myndi vera sektaður fyrir að hunsa viðvörunina hérna eins og var í sumum af skólunum þeirra. Vandamálið núna er hins vegar að reyna að koma sér aftur að verki eftir að hafa verið rifinn frá tölvunni. Þetta gerði að ég misti hreynlega alla einbeitinguna og er líklega ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta núna.
þriðjudagur, október 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli