laugardagur, október 02, 2004

Ferdasaga numer 2

Eg held hreinlega ad eg taki thetta bara fra byrjuninni og reyni ad segja fra hapunktum hvers dags.

Laugardagur25. sep. 2004: Vid forum og nadum i bilinn og thessar fyrstu minutur i bilnum voru audvitad spennandi thar sem ad Vanessa var ad keyra og hun hafdi aldrei fyrr ekid i vinstri umferd. Vid komumst hins vegar heil a holdnum ut ur Perth og heldum til Fremantle. Vid stoppudum reyndar ekkert thar en aetludum ad reyna ad finna veg medfram strondinni sem ad vid gaetum ekid sudur a boginn. Vid fundum ekki veginn svo vid endudum bara a hradbrautinni. Thad var nu svo sem ekkert rosalega mikid sem ad vid gerdum thennan dag. Vid okum um einn thjodgard sem a endanum var bara fyrsti af morgum sem ad vid skodudum. Vid vorum naestum thvi buin ad aka yfir edlu thar en thad slapp og vid gatum tekid godar myndir af henni i stadin. Vid endudum daginn i Margaret River that sem ad vid fundum gistingu og vid eiddum kvoldinu i ad labba um strondina og spila Scrabble a ensku. Eg og Daniel vorum mjog stolt a endanum thar sem ad vid sem ekki hofum ensku sem modursmal unnum Vanessu og Mike,

Sunnudagur: Vid vorum nu ekkert ad stressa okkur mikid ad komast af stad og vorum ekki buin ad versla og borda morgunmat og reydubuin ad halda afram ferdinni fyrr en um ellefu leitid. Fyrsta stop okkar thennan daginn var i dropasteinshelli, Lake Cave. Thetta var mjog flottur hellir, hann var reyndar ekkert rosalega stor en thad var a sem rann i gegnum hann og thad gaf mjog skemmtilegt andrumsloft i hellinum. Vid aetludum svo enn og aftur ad reynda ad finna utsynisveg til ad aka en vid keyrdum framhja malarslodanum og endudum a thvi ad aka thjodveginn. Vid fundum reyndar annan thodgard a thessari leid okkar og vid forum og skodudum Beedelup Falls fossana. Thetta voru svo sem ekkert hair fossar eda neitt svoleidis, minnir meira og hraunfossa. Leid okkar eftir thetta var sidan haldid til Pemberton thar sem ad enn einn thjodgardurinn beid okkar. Vid vissum hins vegar alveg hvad vid aetludum ad gera herna og thad var ad klifra Gloucester tred. Thetta er 61 m hatt tre sem ad er med utsynispall a toppnum og thad eru jarnteinar negldir upp allt tred og madur getur klifrad tha til ad komast upp. Thetta lytur reyndar ekkert rosalega vel ut thegar madur ser thetta en thad gerdi thetta bara meira spennandi. Thetta tok nu alveg sinn tima ad komast upp thessi rumlega 300 threp og svo hafdi madur tima til ad hvila sig a toppnum og medan madur naut utsynisins. Thad var nu eiginlega erfidara ad fara nidur thvi tha thurfti madur alltaf ad vera ad fylgjast med at hitta a teinana. Eg held ad thetta se ekki eitthvad sem ad lofthraeddir aettu ad gera. Thetta tre er notad fyrir ferdamenn i dag en thessi pallur og teinarnir voru settir tharna thvi tred var notad sem utsynispallur til ad koma auga a skogarelda. Kvotinn a likamsraekt held eg nu hins vegar ad hafi alveg verid fylltur thennand daginn. Vid vorum buin ad finna ut ur thvi ad vid hefdum orugglega labbad um 1500 threp thegar ad dagurinn var a enda. Sidasta stoppid thennan daginn var a mjolkurbugardi, vid saum skiltid thegar vid vorum ad aka og akvadum ad stoppa. Eg held nu ekki ad vid hofum sed eftir thvi og amrikanarnir sem ad aldrei hofdu sed kyr vera mjolkadar adur fannst thetta frekar flott. Thetta var gedveikt stort mjolkurbu, 300 mjolkandi kyr, og allt var tolvuvaett og thad var nakvaemlega reiknad ut ef kyrin skiladi naegri mjolk til ad borga fyrir fodur og svoleidis. Thad var lika alveg helling af kalfum tharna sem haegt var ad klappa og gefa og allt mogulegt. Thad var mjog gott ad fa sma sveitaupplifun, thad er allt of langt sidan eg hef komist i sveitina. Vid fengum gistingu a farfuglaheimili i Walpole. Madurinn sem rak thetta heimili var mjog vingjarnlegur og vid vorum ad spyrja hann hvad vid aettum ad sja i nagrenninu. Hann benti okkur a alveg helling af stodum og sagdi okkur lika hvad vid mundum thurfa ad keyra mikid af ad vit aetludum af fylgja upprunalegu ferdaaaetluninni okkar. Okkur leyst ekkert vel a ad eyda um 8 klukkustundum i keirslu sidustu thrja dagana svo vid breyttum aaetluninni snarlega og fundum bara enn fleiri stadi sem ad vid gatum farid og skodad a thessari tha frekar stuttu leid sem ad vid thurftum ad aka eftir thetta.

Manudagur: Vid thurftum bara ad keyra 80 km. i dag til ad komast til Denmark thar sem ad vid gistum naestu nott. Vid hofdum thvi alveg hellings tima til ad taka thvi rolega og skoda allt sem ad vard a vegi okkar. Vid keyrdum thvi allt i kringum Walpole. Fyrsta stopp okkar var i skoginum thar i nagrenninu. Thar skodudum vid eitt risastort tre sem var med holan stofn. Tred og holdan voru svo stor ad thad er haegt ad leggja bil inn i trenu. Eg komst lika ad thvi af hverju thessi tre eru hol en thad er adallega af thvi ad skogareldar geisa um thessi svaedi med jofnu millibili og thar sem ad innsti hluti stofnsins brennur hradar en ytri hlutinn tha myndast holur. Vid forum sidan til Circular Pool sem ad eru fludir. Thetta var eins og ad sja Guinness eda eitthvad likt thvi fljota um thvi vatnid var dokk brunt a litinn og thad var mjog mikil froda fljotandi ofan a vatninu. Naesta stopp var vid einn af stodunum sem ad mig langadi ad sja fra thvi ad eg las um thad i astralskri ferdabok adur en ad eg kom hingad. Thetta heitir Tree Top Walk og thad eru gongubryr settar upp a milli trjanna og thar getur madur labbad um. Thetta fer haedst i 41 m haed. Reyndar var thetta ekki eins spennandi eins og ad klifra tred daginn adur en samt skemmtilegt. Peacful Bay var naesta stopp okkar, thad atti ad vera moguleiki a ad sja seli tharna en vid saum enga og thar sem ad vedrid var ekkert serstakt tha nenntum vid ekki ad hanga a strondinni. Vid heldum thvi afram ferd okkar og a endanum fundum vid fugla og skirddyragardinn sem ad vid heldum ad vid vaerum buin ad missa af. Eg er mjog glod vid stoppudum tharna thvi thetta var bara frekar litill stadur og madurinn sem ad rak thetta tok dyrin ut ur burunum og syndi okkur og leifdi okkur ad halda a theim. Eg fekk ad halda a tveimur edlum, thad var reyndar ekki plandi ad eg aetti ad halda a theirri fyrstu en edlunni fanst greinilega oxlun a mer athyglisverd. Eg fekk lika ad halda a slongu, thetta var kyrkjuslanga og ekker rosalega stor en samt gaman thvi eg hef aldrei haldid a slongu adur. Eg var nu ekki alveg viss i byrjun hvort ad thetta vaeri eitthvad skemmtilegt en a endanum helt eg a slongunni i korter a medan vid skodudum hin dyrin. Thad voru lika alveg helling af pafagaukum tharna sem vid gatum klappad og haldid a. Vid vorum ad reyna ad skilja hvad their voru ad segja en thad gekk frekar erfidlega. Sidan fengum vid lika ad gefa kengurunum og fengum utskyrt af hverju thad er ekki snidugt ad boxa vid thaer. En thaer hafa 3-5 cm langa nogl a afturfotunum og ef ad thaer thurfa ad verja sig tha halda thaer jafnvaegi a halanum og sparka upp med afturfotunum og geta orugglega gefid frekar storar skramur med thessum noglum. Naesta stop var i Wiliams Bay thar sem ad vid lobbudum um strendurnar og saum filasteinana en thetta eru gedveikt storir steinar og med sma imyndunarafli getur madur alveg sed tha sem fila. Vid gistum sidan i Denmark yfir nottina. Eg helt ad thessi baer vaeri staerri en vid komumst ad raun um og vid attum i erfidleikum med ad finna eitthvad alminnilegt ad borda tharna. Thad voru heilir 3 stadir sem hofdu opid a manudagskvoldi.

Thridjudagur: Vid fundum utsynisleidina thennan daginn og keyrdum sem sagt veginn med fram strondinni. Fyrsta stop okkar var Sheley Beach. Thetta var gedveikt flott strond sem var algjorlega aud og tho ad vedrid hafi ekki verid neitt frabaert tha satum vid tharna i sma stund. Tha var nu lika kannski af thvi ad vid gatum sed regnid yfir stodunum sem ad vid aetludum ad fara ad skoda og vid satum bara og bydum eftir ad sja letta til. Vindmyllubugardurinn sem ad er alveg a klettabruninni var nasta stopp okkar. Thad var gaman ad fara ad skoda thetta og vid gatum labbad alveg upp ad vindmyllunum. Thessar vindmyllur eru 65 m a haed og Daniel, thjodverjanum i hopnum, fannst thad nu ekkert merkilegt thar sem ad vindmyllurnar i thyskalandi er tvisvar sinnum thad. Naesta stopp var hins vegar eitt af theim bestu i ferdinni. Thar saum vid natturulega bru yfir Sudurhafid og brot i strandlengjunni. Ef ad thid hafid farid og skodad brunna sem er a Snaefellsnesi tha getid thid margfaldad hana 10 sinnum og tha erud thid komin med staerdina a thessar. Thetta var sem sagt alveg gedveikt stor og klettavegurinn nidur i sjoinn er um 50 m a haed. Vid forum audvitad ut a brunna, thad var nu adallega til ad taka myndir. Brotid i klettavegnum var lika alveg storfenglegt thar sem ad oldurnar skullu a klettunum og spyttust 20-30 m upp a klettaveggina. Vid eyddum alveg hellings tima tharna og satum bara og horfdum a kraftinn i hafinu. Vid forum lika ad skoda stad sem ad kallast Blowholes, thetta er gja i klettunum um 10 m fra strondinni og thegar ad thad eru storar oldur tha thristis sjor upp ur gjanni og thetta a vist ad vera mjog flott en thad voru ekki nogu storar oldur thegar ad vid vorum tharna svo vid saum bara sma mistur koma upp en ekkert annad. Vid gistum i farfuglaheimili i Albany thessa nottina og thetta er dalitid staerri baer en hinir sem ad vid gistum i i ferdinni. Thad var lika thonokkud af folki i farfuglaheimilinu og vid hofdum gott af thvi ad tala vid annad folk og hvila okkur sma a felagsskap hvors annars.

Midvikudagur: Vid eyddum ollum deginum i Albany. Thetta var thvi frekar rolegur dagur og vid byrjudum bara a thvi ad labba um baeinni og bryggjuna og svona. Vid vorum ad byda eftir ad thad kaemi tima til ad fara i Sandalwood verksmidjuna thar sem ad vid attum pantad i tima thar sem ad vid yrdum Gongud. Thid hafid orugglega ekki hugmynd um hvad eg er ad tala um nuna og thad er alveg edlilegt, eg vissi um thad bil jafn mikid thegar eg maetti a svaedid tharna. Thetta var hins vegar afsloppunartaekni sem ad folst i ad hopurinn sem ad var tharna lagdist a golfid og let fara vel um sig og sidan var konan sem ad sa um thetta med svona jarnplatta eins og madur ser i buddamusterum og thetta bardi hun a i 45 minutur a medan vid sloppudum af. Eg verd nu ad vidurkenna ad eg slappadi mjog vel af, veit hins vegar ekki alveg hvort ad thad hafdi nokkud med thessar bylgjur sem ad komu fra plottunum eda bara andrumsloftid tharna. Eftir thetta tha vorum vid oll svo afsloppud og vildum hafa thessa tilfinningu afram svo vid forum lika i nudd svo a endanum tha var thetta nu eiginlega halfgerdur dekurdagur. Thetta var mjog gaman og lika eitthvad allt annad en allir thjodgardarnir og natturuperlurnar sem ad vid hofdum annars skodad i ferdinni. Vid keyrdum eftir thetta til Two Peoples Beach sem ad var enn ein rosalega flotta strondin sem ad vid saum i thessari ferd. Kvoldinu var svo eitt a farfuglaheimilinu thar sem ad vid satum og unnum ad thvi ad klara bjorinn okkar.

Fimmtudagur: Nu var ferdinni heitid aftur heim til Perth svo vid eiddum deginum i ad aka thessa 400 km fra Albany til Perth. Vid stoppudum bara einu sinni a leidinn til ad skoda eitthvad og thad var i Stirling Range thjodgardinum. Thad er fjallagardur tharna og vid forum ad virda hann fyrir okkur en hofdum thiv midur ekki tima til ad keyra alla leid upp ad honum og klifa naest haedsta fjallid i Vestur Astraliu. En a endanum komumst vid oll heil a holdnum heim til Perth og eg held bara ad vid hofum verid nokkud anaegd med ferdina.

Engin ummæli: