miðvikudagur, október 20, 2004

Bikení

Ég er búin að vera að lítast um eftir einhverju góðu bikeníi undanfarnar vikur en það gekk ekkert rosalega vel að finna eitthvað sem að mér líkaði. Sem að er eiginlega alveg ótrúlegt miðað við að ég er í Ástralíu. Þetta tókst hins vegar í morgun enda var ég farin að sjá fram á það að ég gæti nú ekki lifað af mikið lengur án bikenís, að minnsta kosti ekki ef veðrið heldur áfram að vera svona gott. Ég keypti þess vegna Billabong bikení í morgun. Mér finnst það að minnsta kosti rosalega flott og núna á ég líka eitthvað Billabong dót. Billabong er rosalega þekkt merki hérna í Ástralíu svo það er alveg bráð nauðsynlegt að eiga eitthvað frá þeim þegar að ég fer heim. Billabong er annars úr máli áströlsku frumbyggjanna og þetta þýðir vatnsból. Svo kannski hafði þið líka lært eitthvað á því að lesa þessa vitleysu :-)


Engin ummæli: