miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Undarlegt afmælisboð

Mér var boðið í afmæli í gær, það svo sem ekki frásögu færandi nema hvað að þetta var í fyrsta skifti sem að ég talaði við þessa stelpu sem að ég man ekki einu sinni hvað heitir í dag, sem er nú reyndar dálítið skömmustulegt. Hún stoppaði mig á bókasafninu og hafði hún greinilega séð mig á fundi sem að var haldin fyrir skandinavísku skiftinemana hérna. Hún er frá Finnlandi og hún vildi alveg endilega að ég kæmi í afmælið hennar á næstu helgi. Ég á reyndar alveg örugglega eftir að fara þó að ég eigi örugglega ekki eftir að þekkja nokkurn mann þarna. Mér finnst þetta bara vera gott dæmi um andrúmsloftið sem er hérna hjá öllum skiftinemunum, allir eru tilbúnir til að tala við alla og ef fólk er búið að skipuleggja eitthvað þá er sko ekki vandamálið að fá að slást í hópinn því mottóið er: því fleiri því betra.

Ég og Vanessa vorum áðan að bóka okkur í ferð sem verður farin í fyrstu frí vikunni okkar, sem er eftir bara eina og hálfa viku :-) Við förum upp með ströndinni norður af Perth og verður farið alla leið til Exmouth. Þetta er 6 daga ferð þar sem að við skoðum alveg helling af áhugaverður stöðum á leiðinni, þar á meðal er Monkey Mia, Shark Bay, Pinnacles og helling af öðrum athyglisverðum stöðum. Mér tókst líka að telja Vanessu, sem er frekar mikið stórborgarbarn inn við beinið, á að gista í tjöldum svo það verður líka vonandi gaman með hinu fólkinu á tjaldstæðunum og í kringum varðeldinn. Eina vandamálið með þessa ferð er að það er lagst af stað frá miðbænum kl. 6:30 á laugardags morgni svo að við verðum örugglega að vakna kl. 5:00 eða fyrr til að komast niður í bæ og svona. Við vorum reyndar að velta því fyrir okkur hvort að við ættum bara að koma í miðbæinn á föstudagskvöldinu og þræða barina þangað til kl. 6:00 en ég er nú ekki viss um að við eigum eftir að leggja í það þegar að nær dregur.

Engin ummæli: