mánudagur, ágúst 16, 2004

Rútuferðir

Ég eyddi megninu af tíma mínum núna um helgina í rútu. Það var nú reyndar bara fínt þar sem að rútuferðirnar vora algjörar skemmtiferðir. Á föstudagskvölið fór ég ásamt helling af öðrum skiftinemum og meira að segja nokkrum áströlum á það sem að hérna er kallað Pub Crawl. Við vorum með rútu á leigu og vorum keyrð á milli mismunandi skemmtistaða. Þetta var mjög gaman og á endan stóðst nafnið líka alveg þar sem að það voru þó nokkrir sem að ekki gátu gert mikið annað en að skríða í rúmið eftir þessa löngu ökuferð um götur borgarinnar.

Dagurinn var svo tekinn snemma á laugardaginn, það var nú reyndar ekkert mjög auðvelt eftir föstudagskvöldið en ég og Vanessa höfðum það af og náðum að mæta á réttum tíma í rútuna sem tók okkur í ferð dagsins. Við fórum enn og aftur með alveg helling af skiftinemum og ferðinni var heitið að vatni, Lake Leschenaultia, hérna í nágrenni borgarinnar. Þar fórum við í gönguferð og fengum síðan hádegisverð og eyddum síðan þó nokkrum tíma í að róa um vatnið á kanóum. Þetta var alveg ágætis ferð en það var frekar kalt og hefði örugglega verið skemmtilegra að vera þarna á góðum sumardegin þar sem að hægt væri að njóta nátturunnar betur.

Ég geri svo sem ósköp lítið annað núna en að kvarta og kveina yfir því hvað ólympíuleikarnir eru á leiðinlegum tíma. Allt það skemmtilega sem er í gangi gerist um há nótt að áströlskum tíma og þó að mig langi mikið að sjá sumt af þessu þá nenni ég nú samt ekki að leggja það á mig að vaka til kl. 4 um nótt. Ég verð víst bara að sætta mig við það að lesa um þetta á netinu og sjá síðan endursýningarnar af öllum áströlsku sundmönnunum. Það verður samt örugglega eitthvað mikið í gangi í nótt því þá mætast Ian Thorp (AUS) og Phelps (USA) í 200m skriðsundi og allir áströlsku íþróttafréttamennirnir eru að fara yfir um.

Ég þarf víst að fara að gera eitthvað af viti núna. Ég á að skila verkefni á eftir svo ég þarf víst að fara að leggja síðustu höndina á þetta.

Engin ummæli: