mánudagur, ágúst 23, 2004

Of amrískt þjóðfélag?

Það er búið að vera alveg helling að gera frá því að ég skrifaði síðast. Ég hélt að þetta yrði frekar róleg helgi þar sem að það var ekkert skipulagt annað en að fara niður í bæ á föstudagskvöldið og hitta nokkrar stelpur þar en þetta varð á endanu allt annað en róleg helgi og ég er ekki búin að gera neitt af viti allan helgina.

Ég lenti reyndar í frekar áhugaverðri reynslu á föstudaginn. Það er reyndar alveg heljarinnar saga á bak við þetta en til að reyna að gera hana stutta þá er kjarninn í henni að Petra (konan sem ég bý hjá) og Rob (kærastinn hennar) eiga í nokkrum deilum við dýralækninn sem að gerði aðgerð á hundinu þeirra því að þau þurftu að fara með hana (hundinn) til annars dýralæknis því að fyrsti læknirinn hafði ekki saumað skurðina nógu vel. Á föstudaginn fór ég síðan með Rob til þessa dýralæknis þar sem að hann vildi ræða við hana um nokkur atriði á reikningum sem að hann hafði fengið. Við fengum í fyrsta lagi að býða í hálftíma áður en hún sá ser fært að tala við okkur og þegar að hann fer að spyrja um reikninginn þá segir hún bara að hann sé alveg réttur og það þýði ekkert að ræða þetta. Rob ætlar þá að fara að spyrja meira og konan hún missir algjörlega stjórn á ser og fer að segja við hann að hann verði að yfirgefa svæðið því hún hafi heyrt að hann sé ofbeldisfullur og hún trúir því að hann eigi eftir að meiða hana og hún heldur bara áfram svona þangað til að við förum. Ég átti frekar erfitt með að halda andlitinu þegar við vorum þarna því ég gat ekki ímyndað mér hvaðan konan hafði þessar sögur og hvernig henni datt í hug að spynna þetta upp. Vandamálið er hins vegar að þetta blessaða þjóðfélag hérna í Ástralíu er aðeins of bandarískt og nú á þetta mál í kringum þennan reikningu og hversu illa dýralæknirinn sinti starfi sínu eftir að fara fyrir dómstóla því allt svona er bara kært hérna. Fólk virðist ekki geta leist úr neinum málum hérna á þann venjulega hátt sem að við þekkjum með því að ræða þau eins og fullorðið fólk og reyna að finna skynsamlega lausn. Þó að þetta hafi verið einn af hápunktum helgarinnar þá var þetta bara einn af skemmtilegu atburðunum sem að áttu sér stað.

Ég og Vanessa fórum á föstudagskvöldið niður í bæ þar sem að við hittum Hönnu (stelpa frá Finnlandi sem að við hittum í ferðinni á síðasta laugardag). Við fengum okkur að borða á ítölskum veitingastað og það var mjög fínt. Hanna fer á skjön við alla fordóma sem að ég hef haft um Finna, þ.e.a.s. að þeir séu ekki mjög ræðnir, og við skemmtum okkur vel saman. Við fórum síðan á Mustang Bar þar sem að við hittum Önnu og Kate og nokkrar fleiri stelpur en Vanessu leið ekki svo vel svo við fórum heim frekar snemma.

Á laugardaginn gerði ég heldur ekkert af viti en hinsvegar sat ég ekki heima og lét mér leiðast. Ég fór og verslaði smá og keypti mér betri sólgleraugu, þau sem að ég kom með eru sólgleraugu með ljósu gleri og þau gera hreynlega ekki neitt gagn hérna svo að ég fór og keypti mér dökk sólgleraugu. Annars bjóst ég við að laugardagurinn yrði dálítið undarlegur þar sem að ég og Vanessa ákváðum að fara í þetta afmæli hjá Inu (finnsku stelpunni sem að ég hitti í fyrsta skiptu á þriðjudaginn). Við vorum alveg búnar að undirbúa okkur fyrir að við mundum ekki þekkja eina einustu manneskju og við vorum búnar að ákveða að við mundum þá bara láta okkur hverfa eftir stuttan tíma. Ferð okkar í afmælið byrjaði hins vega vel þar sem að við hittum Hönnu í strætónum svo hún ákvað að koma með okkur í afmælið. Við komumst líka fljótta að því að það var alveg nóg af skemmtilega fólki þarna og við þekktum nú mest af fólkinu frá svíþjóða og svo komu Michael og Christian (tveir danir sem eru með mér í CBS í Kaupmannahöfn) og fleiri sem að við þekkjum svo þetta var nú bara hið fínasta afmælisboð. Það voru líka mjög góðar veitinar og Inu hafði meira að segja bakað kökur og síðan var grillað og svoleiðis. Eftir afmælið fórum við á bar í nágrenninu og þetta er kareoki bar svo að við gátum skemmt okkur við að hlusta á mis góða tónlist og það verður nú að segjast að því miður þá batna sönghæfileikar fólks ekki í samræmi við alkahólmagnið sem að það innbyrðir, bara kjarkurinn sem að gerir að fleiri þora að fara á svið og syngja. En þetta var áhugavert kvöld og ég fékk að minnsta kosti að fræðast aðeins meira um starfssvið jarðeðlisfræðinga. Ég var hins vegar greinilega mjög stillt um helgina og þetta var annað kvöldið í röð þar sem að ég og Vanessa vorum komnar heim á milli 12 og 1, það var nú reyndar líka af því að við vissum að við þurftum að vakna snemma á sunnudaginn. Okkur fannst þetta hins vegar alveg frábær dagur sérstaklega þar sem að ég og Vanessa vorum búnar að undirbúa okkur fyrir það versta en síðan var þetta mjög skemmtilegt afmæli og þetta sýnir eiginlega bara hvað það er gott að hafa engar væntingar því að þá getur maður ekki orðið fyrir vonbrigðum.

Anna (áströlsk stelpa sem var skiftinema í CBS í kaupmannahöfn fyrir tæpu ári) bauð okkur heim til hennar á sunnudaginn og hún fór með okkur í ökuferð á ströndina þar sem að við löbbuðum smá um og skoðuðum bátahöfnina og svona. Það var mjög skemmtilegt þó að það hafi nú ekki verið neitt sérstakt veður í dag, við sluppum hins vegar við rigninguna svo að þetta var allt í lagi. Það er líka gaman að sjá ströndina hérna og allt geðveika brimbrettafókið sem að greinilega fer út í hvaða veðri sem er. Við fórum síðan heim til Önnu í þetta geðveikt flotta hús sem að foreldrar hennar eiga og Travis og Karolina (fleiri skiftinemar frá Curtin) komu líka þangað og við fengum þennan frábæra mat. Það var auðvitað allt grillað eins og svo mikið er um hérna í Ástralíu og það var allt mögulegt frá kolkrabba og rækjum til kjúklings, nautakjöts og grænmetis. Við borðuðum hins vegar öll allt of mikið svo að við gerðum ekki neitt mikið eftir að við vorum búin að borða, sátum bara og slöppuðum af.

Þetta er svo sem allt sem að ég gerði um þetta helgi og ég er ekki viss um að ég eigi eftir að koma nokkru í verk núna þar sem að klukkan er næstum níu á sunnudags köldi og það er verið að sýna körfubolta frá ólympiuleikunum.

Ég verð síðan bara að býða í nokkrar vikur til að komast að því hvort að ég eigi eftir að verða kölluð fyrir rétt til að bera vitni um hvað dýralæknirinn sagði :-)

Engin ummæli: