Ég er að fara til Ástralíu eftir 4 daga. Ég legg af stað frá Kaupmannahöfn áleiðis til Bangkok kl. 14 á mánudaginn. Það er eitthvað um 12 tíma flug sem síðan bíður mín og ég á svo eftir að taka með mér ógeðslega mikið af bókum til að hafa að minnsta kosti eitthvað að lesa á leiðinni. Ég get síðan slappað af í heila 10 klukkutíma í Bangkok. Ég er reyndar með pantað herbergi á flugvallarhóteli þar svo að ég á vonandi eftir að geta sofið eitthvað og svona. Síðan tekur við annað flug til Perth og ég verð lent þar rétt eftir miðnætti á miðvikudeginum (þ.e.a.s. kl. 16 á þriðjudegi að íslenskum tíma). Sem betur fer verðu náð í mig á flugvöllin og ég keyrð á gistiheimilið sem ég verð á til að byrja með svo að ég þarf að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af fyrstu klukkutímunum mínum í Ástralíu. Þetta er svo sem öll ferðin svo þetta hljómar nú svo sem ekkert alveg hræðilega, að minnsta kosti finnst mér það ekki. Ég er samt farin að vera frekar spennt og mig langar bara að fara að koma mér af stað. Það er samt ágætt að ég hafi alla helgina því að ég er ekki enn byrjuð að pakka svo það verður nú svo sem örugglega alveg nóg að gera. Ég er nú samt aðeins farin að undirbúa ferðalagið og ég er búin að taka saman allt pappírsflóðið sem að ég þarf að hafa með mér og svo er ég búin að vera að þvo að undanförnu svo að þau föt sem að ég ætla að taka með þau eru að minnsta kosti hrein. Mig kvíður aðallega fyrir að þurfa að vera svona lengi í burtu frá Hannesi, ég er farin að finna það meira að segja núna að ég á eftir að sakna hans geðveikt. Ég verð bara að vona að það eigi eftir að vera svo mikið að gera hjá mér að ég fái ekki tíma til að sakna hans. Þetta eru nú reyndar bara fjórir mánuðir þangað til að hann kemur.
Við erum annars búin að vera rosalega dugleg undanfarin kvöld að gera við bílin okkar. Það er algjörlega búið að taka hann í gegn núna og meira að segja búið að skifta um púst. Ég á nú samt eftir að gera mest af því sem að ég átti að gera við bílinn svo ég fæ að skemmta mér við það á morgun að þrífa hann á meðan að Hannes er í vinnunni.
Það var líka síðasti dagurinn hjá mér í vinnuni í dag. Ég er nú svo sem ekki búin að vera að vinna mikið í þessari viku en fór í dag og svo var ég kvödd í hádeginu í dag og meira að segja leyst út með gjöfum. Það var nú samt líka tekið fram að þetta væri ekki kveðjugjöf þar sem að þau reiknuðu auðvitað með að sjá mig aftur þegar að ég kæmi heim frá Ástralíu. Svo ég fannst bara að ég gæti verið nokkuð stolt.
Ég sá reyndar dálítið áhugaverð á Visir.is í dag. Ég sá nefnilega grein um það að Brúðarbandið væri að fara að gefa út geisladisk. Mér finnst þetta alveg frábært og væri sko alveg til í að eignast þennan disk (Ef svo vildi til að einhverjum langið að gefa mér óvæntan glaðning einhverntíman :-)
föstudagur, júlí 16, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli