Við komumst lifandi heim frá Hróskeldu. Þetta var reyndar alveg geðveikt gaman. Það voru svo sem engar rosalega stórar hljómsveitir að spila en það var samt hægt að finna allt of mikið af góðri tónlist og maður þurfi stundum að hafa sig allan við og hlaupa á milli sviðanna til að sjá allt sem manni langaði til. Við vorum 13 samna í tjaldbúðum og það við settum líka segl yfir allar búðirnar svo að það var alveg lokað inn í miðjuna á hringnum og það var þess vegna alveg fín partý aðstaða þar. Við höfðum reyndar öll alveg ógeðslega mikið af dóti með okkur og það var hreinlega bara heppni að ég og Hannes komumst inn í bílin þegar að það var búið að koma öllu dótinu fyrir. Ég var reyndar að gera mér vonir um að það yrði minna dót á leiðinni heim en þar sem að það gekk frekar hægt á þessa 12 bjórkassa sem voru með í för þá þurftum við að viðurkenna ósigur okkar og flytja heila 4 kassa með okkur heim aftur. Það var reyndar ekkert sérstakt veður og það rigndi frekar mikið og svæðið var orðið frekar ógeðslegt á sunnudeginum. Við vorum bara í regngöllunum allan tíman og síðan var bara farið með þá í sturtu þegar við komum heim enda var maður drullugur upp á axlir.
Það er annars hægt að sjá alveg helling af myndum frá Hróskeldu á www.rockphoto.dk
Síðan við komum heim frá Hróskeldu hef ég ekki haft orku til að gera neitt af viti nema rétt drullast í vinnuna og svo hef ég bara setið fyrir framan sjónvarpið og horft á bíómyndir á kvöldin. Það er algjört leti líf á mér núna.
föstudagur, júlí 09, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli