miðvikudagur, júní 30, 2004

Senn líður að Hróaskeldu

Við erum búin að vera í því undanfarna daga að kaupa inn það allra nauðsynlegasta til þess að geta lifað af á Hróskeldu í ár. Það er búið að fjárfesta í tjaldi, útilegustólum og auðvitað því allra nauðsynlegasta regngöllum enda er ekki spáðu öðru en rigningu í þessa blessaða landi hérna næstu tvær vikurnar. Við ákváðum loksins að fara og upplifa þessa einstöku skemmtun sem Hróaskelduhátíðin á að vera, við höfum nefnilega aldrei farið þessi fjögur ár sem að við erum búin að búa hérna í Köben. Hannes fór reyndar ásamt fleirum á sunnudaginn og þá voru settar upp tjaldbúðir. Það er reyndar enginn búin að vera að líta eftir þeim eða gista í þeim síðan svo við vonum bara að allt dótið sé þarna enn þegar að við komum á fimmtudaginn. Annars er ekkert rosalega mikið af nöfnum á dagskránni sem ég kannast við svo ég held að þetta eigi eftir að labba um svæðið og stoppa síðan bara þegar að maður heyrir einhverja spennandi tónlist. Ég gæti reyndar alveg trúað því að það sé bara betra því þá missi ég að minsta kosti ekki af neinu sem að mig langar geðveikt að sjá, því ég veit ekki um neitt sem mig langar rosalega mikið að sjá.

Ég er líka á fullu að vinna mér inn einhvern smá pening til að hafa með í Ástralíuferðina og sem betur fer er nóg að gera í vinnunni svo ég fæ að vera þar allan daginn alla daga. Afgangin af tímanum notar maður svo í að sitja á barnum eða heima hjá einhverju íslendingnum hérna í blokkinni og horfir á fótbolta. Ég held að Hannes hafi aldrei á æfinni hvorft eins mikið á íþróttir eins og í síðustu viku. Það er reyndar algjör bömmer að danirnir hafi farið að tapa enda var tímanum í vinnunni á mánudaginn notaður í að finna hinar ýmsu ástæður fyrir tapinu. Þó að flestir danirnir hafi nú viðurkennt á endanum að tékkarnir hafi nú alveg átt sigurinn skilinn.

Engin ummæli: