föstudagur, maí 28, 2004

Póllandsferð

Þá er heyrning að mestu leiti komin í lag aftur. Nei, nei, ég var svo sem með eyrnatappa mest alla Metallica tónleikana svo þetta var ekki svo slæmt. Tónleikarnir voru hins vegar geðveikir. Það var frekar mikið af fólki og svo var líka alveg geðveik stemming. Við vorum nú ekkert alveg upp við sviðið svo að við gátum svona að minnsta kosti staðið í lappirnar en það var samt allveg hægt að sjá grilla í hljómsveitina inn á milli.

Ég var að skila síðasta prófverkefninu í dag svo nú hef ég frí í eina og hálfa viku til að lesa fyrir próf. Mér veitir svo sem ekkert af þar sem að ég er að fara í hálfgert heimspeki próf og það er ekki alveg það efni sem mér þykir skemmtilegast svo ég er ekkert búin að vera allt of dugleg í þessu fagi yfir önnina, en þetta reddast vonandi.

Við erum annars að fara að leggja af stað til Póllands með Eydísi, Þresti og Árna Teit. Við förum siglandi með bílin og ég ætla þess vegna að koma mér í apótekið til að byrgja mig upp af sjóveikispillum og plástrum og öllu sem hugsast getur. Þetta er tólf tíma sigling sem við erum að fara í svo ég reikna fastlega með því að ég þurfi á öllum þeim hjálpargögnum sem til eru bara til þessa að lifa af. Ég er samt fegin að við siglum um nótt þar sem að ég get þá kannski bara sofið mest alla leiðina og unnið upp svefnleysið frá undanförnum nóttum. Við ætlum svo að aka eitthvað um í Póllandi laugardaginn og sunndaginn og athuga hvor að við finnum einhverja gamla kastala til að skoða og síðan verðum við nú líka að hafa upp á sjoppu sem selur Prins Polo :-)

Engin ummæli: