Það er nú samt eiginlega engin spurning þar sem að það eru Metallica tónleikar á morgun og mig er farið að hlakka smá til. Við erum búin að byrgja okkur upp af eirnatöppum svo ég vonast til að komast heim með að minnsta kost 80% heyrn. Ég þarf samt að sitja smá á mér þar sem að strákarnir í hópnum verða bara öfundsjúkir og pirraðir ef að ég hætti ekki bráðum að tala um þessa blessuðu tónleika og fer að gera eitthvað af viti.
Ég var að sjá á Mogganum að það er búið að samþykkja þetta blessaða fjölmiðlafrumvarp. Ég held hreynlega að ég verið að fara að athuga hvað þetta frumvarp fjallar um þar sem að það lýtur út fyrir að ég hafi algjörlega misst af einhverju heitustu stjórnmálaumræðunni á Íslandi í langan tíma. Ég verð að athuga hvort að þetta sé eins slæmt og það lýtur út fyrir að vera af umfjölluninni sem að það fær. Mér fannst nú samt ansi gott að það voru 30 þúsund manns búnir að skrifa undir áskorinina á netinu til að fá forsetan til að setja þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu og svo mættu alveg heilar 300 hræður til að mótmæla þessu í gærkvöldi. Það var kannski af því að allir hinir 29.699 voru búnir að átta sig á því að þetta mundi ekki breyta neinu?
þriðjudagur, maí 25, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli