Jæja, þá er komið að því tölvunördinn ætlar að reyna að fara að nota þetta blessaða internet til einhvers af viti. Magga systir var nefnilega að segja mér að ég bara yrði að fara að blogga, sérstaklega þar sem ég er að fara til Ástralíu eftir tæpa tvo mánuði svo það verður kannski ekki eins mikið um símhringingar þar sem hægt er að segja frá því sem er að gerast í amstri dagsins.
Annars minnir það mig á að Hlynur var að útskrifast sem trésmíðameistari í gær svo það er auðvitað til hæfi að óska honum til hamingju.
Annars ætla ég líka að vara við því núna að fólk á ekkert að fara að örvænta ef að það koma einhver innleg hérna á óskiljanlegu tungumáli eins og dönsku eða ensku en það gæti kannski verið að mér detti í hug að leifa dönskum og öðrum lítt íslenskumælandi vinum líka að fylgjast með í lífi mínu. Víst að ég er komin inn á hvað sé að gerast í lífi mínu þá er ég enn á fullu í skólanum og er að fara að skila tveimur prófverkefnum í næstu viku en það er nú samt ekki nema rétt rúmlega þrjár vikur þangað til að öll próf og allt skólavesen er búið í bili.
Annars erum við að fá gesti í næstu viki, Eydís systir Hannesar, maðurinn hennar og strákinn þeirra eru að koma í heimsókn á mánudaginn og þau ætla að vera hérna í Danmörkinni í tvær vikur svo það verður örugglega alveg nóg að gera. Það sem er svo sem ekkert mikið á dagskránni hjá mér alveg á næstunni en við ætlum hins vegar að skella okkur á tónleika með Metallica í Parken með öllum hinum 40 þúsund svo það á örugglega eftir að vera svaka stuð á miðvikudaginn.
Stebbi nágranni kom og truflaði mig við skrifin,, honum vantaði smá bjór og auðvitað hjálpar maður alltaf nágrönnum í neyð, sérstaklega þegar það standa sex (voru sjö áður en Stebbi kom) kassar af bjór á svölunum eftir síðustu verslunarferð til Þýskalands. Þetta gerði hins vegar að ég áttaði mig á því að ég ætti að fara að halda áfram með lærdóminn.
laugardagur, maí 22, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli