fimmtudagur, desember 13, 2007

Tilfinningaflækja

Það eru ýmsar tilfinningar sem að skjóta rótum í mér eftir því sem nær kemur brottfarardegi frá Dhaka. Tilfinningar eins og gleði, léttir, sökknuður, sektarkend, tilhlökkun, kvíði og fleiri hafa látið á sér kræla. Ég hef aldrei haft svo margar og mismunandi tilfinningar í sambandi við fluttning. Þetta gerir það auðvitað enn ljósara að Bangladess er mjög sérstakt land, að minnsta kosti fyrir mig, og ég hef byggt upp öðruvísi samband við fólk í þessu landi en ég hef gert annars staðar. Það fylgir nefnilega mun meiri ábyrgð með hérna. Þetta er auðvitað af því að fólkið í þessu blessaða landi mætir svo mörgum erfiðleikum á lífsleiðinni sem að heppið fólk eins og ég og þú sem að fædd erum í hinum vestræna heimi þurfum aldrei að glíma við. Ég get því fengið samviskubit yfir því að yfirgefa fólkið sem að hefur hjálpað mér svo mikið undanfarið eitt og hálf ár. Ég verð auðvitað bara að glíma við þessar tilfinningar allar og ég er því mjög fegin að brátt koma jól því það tekur hugan burt frá þessu og tilhlökkun tekur við.

Íbúðin hérna í Dhaka er líka smátt og smátt að tæmast. Allar pottaplönturnar tók garðyrkjumaðurinn í fyrradag. Mily og Ruhul eru byrjuð að tína úr staflanum af dóti sem að við ættlum ekki að taka með til Danmarkur og það gengur hratt á þetta. Fyrirtækið sem að flytur fyrir okkur kom svo í gær og pakkaði og tók allt það dót. Það er því ekki mikið eftir í íbúðinni eins og er, aðeins billjardborðið stendur eitt og yfirgefið eftir þar sem að það hefur ekki enn verið selt.

Engin ummæli: