laugardagur, september 16, 2006

Loksins, loksins myndir á netinu

Eftir nokkra langa og strembna tíma get ég nú státaði mig af því að hafa komið eitthvað af myndum héðan frá Bangladess á netið. Það er hægt að finna myndaalbúmið mitt með því að smella hér.

Ég er hins vegar ekki búin að gefa mér tíma til að setja inn skýringar fyrir myndirnar svo enn sem komið er verðið þið bara að skála einhverja skemmtilega sögu við hverja mynd. Ég vonast nú til að gera unnið í þessu á næstu dögum svo þetta á örugglega eftir að koma smátt og smátt.

Ég á síðan líka kannski eftir að bæta inn nokkrum myndum bráðlega. Ég er að vonast til að geta tekið nokkrar myndir á morgun þegar að við förum í heimsókn til Mily (þjónustustúlkunnar). Hún var að flytja í nýja íbúð, eða réttara sagt hún var að flytja í íbúð þar sem að hún bjó í blikkskúr áður. Hún vildi þess vegna alveg endilega bjóða okkur í heimsókn og auðvitað þáðum við það. Það verður gaman að fara til hennar og sjá hvernig hún býr og við fáum líka að hitta fjölskylduna hennar.

1 ummæli:

Ingi sagði...

Frábært að sjá myndirnar þínar frá Bangladesh. Alveg nýr heimur. Plús alltaf gaman að sjá fjölskyldumyndirnar! Vonandi hefurðu það gott. Kv, Ingibjörg.