Þá fer að líða að því að þessi mánuður sem að ég hef verið í Danmörku klárast. Ég fer aftur til Bangladess á mánudaginn. Það verður svo sem alveg örugglega ágætt að komast aftur þangað til að geta slappað aðeins af. Það er sem sagt ástæðan fyrir að ég ekki hef skrifað neitt í langan tíma að það er búið að vera mjög mikið að gera allan tíman sem ég er búin að vera hérna í Danmörkinni. Síðastliðnar tvær vikur hafa verið sérstaklega vel nýttar og það hefur frekar verið undantekningin en reglan að það sé einungis einn viðburður sem að ég þarf að fara til.
Ég fór til Íslands um síðust helgi og það hittist alveg ótrúlega vel á með að hitta fjölskyldu og vini. Ég náði á þessum tveim dögum að taka þátt í skírn litlu frænku, sem fékk nafnið Nína Björk. Gerða var einnig með ljósmyndasýningu sem að ég náði að sjá og síðan var fjölskyldan hennar mömmu með fjölskyldu-grill á sunnudaginn. Ég náði sem sagt að hitta alveg helling af fólk og eiða gæðatíma með fjölskyldunni. Það verður nú samt gott að koma heim í jólafrí og hafa aðeins meiri tíma til að slappa af og njóta lífsins á Íslandi.
föstudagur, september 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli