Allir litlu hlutirnir sem að ég hef tekið sérstaklega eftir frá því að ég lenti í Danmörk.
- Fólk fylgir umferðarreglunum
- Það er hægt að ganga óhræddur yfir götuna þegar það er grænn kall
- Fólk flautar ekki í umferðinni
- Osturinn og mjólkin bragðast enn betur en venjulega
- Ég get burstað tennurnar án þess að minna mig á að ég ekki má drekka vatnið úr krananum
- Það er rosalega erfitt að bera bara 2 lítra af mjólk og smá meira bara 5 mínútur heim úr búðinni
- Það er ótrúlega þreytandi að þurka af þegar að maður hefur ekki gert það í 4 mánuði :)
- Það tekur smá tíma fyrir mig að jafna mig á tímamuninum og ég sofnaði meira að segja yfir myndinni DaVinci Lykillinn í gærkvöldi
Það er annars yndislegt að vera aftur í Danmörkinni. Það er líka frábært veður hérna eins og er, sólin skín og það er heitt. Hitinn hérna er hins vegar mjög passlegur borið saman við Bangladess og það er líka smá vindur hérna sem kemur smá hreyfingu á loftið.
laugardagur, ágúst 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli