sunnudagur, júlí 23, 2006

Þá er ekki aftur snúið

Ég er orðin algjörlega húkt á tölvuleiknum EverQuest II. Allir tíminn minn á kvöldin og um helgar fer því í að sita fyrir framan tölvuna og reyna að leisa hin mismunandi verkefni sem að maður fær í spilin og drepa alveg helling af ófreskjum til að ná hærra stigi. Þetta er hins vegar mjög gaman svo ég nýt þess mikið að sitja og spila. Þetta þýðir hins vegar að ég fæ ekki æft mig nóg á gítarinn eins og er. Reyndar gef ég mér tíma til að spila smá billjard svo kannski næ ég að viðhalda þessu aðeins betra billjardspila sem að ég var búin að ná áður en að ég varð veik.

Það er annars ósköp lítið að frétta af mér. Ég er núna dálítið farin að býða eftir því að komst til Danmerkur og Íslands í smá frí. Sem betur fer eru líka bara tvær vikur þangað til núna og vonandi verða þessar vikur fljótar að líða.

Engin ummæli: