Það verður nú að viðurkennast að það hefur ekki verið sérlega mikið um jólaundirbúning þetta árið. Það er ekki búið að baka eina einust smáköku, ekki búið að gera jólahreingerningu, ekki búið að skreita neitt nema Hannes eiddi 5 mínútum í að búa til aðventukrans og stilla tveimur snjóköllum á hilluna. Þetta er sem sagt búið að vera frekar lélegt hjá okkur fram að þessu. Ég býst nú reyndar heldur ekki við að við eigum eftir að bæta úr þessu þar sem að núna er rétt tæplega vika þangað til við höldum (heim) til Íslands. Ég reikna bara með að jólastemmingin verði látin taka yfir þar og þá getur maður líka bara borðað smákökurnar hennar mömmu sem eru alltaf bestar, hvor sem er. Við erum nú reyndar búin að kaupa flest allar jólagjafirnar og meira að segja búin að pakka þeim inn og ofan í ferðatösku svo þær eru tilbúnar fyrir ferðalagið. Við erum líka búin að sjá fram á að það verður geðveikt mikið af dóti með í för þetta árið þar sem að það var ekki tekið tillit til þess þegar var verið að kaupa gjafirnar að það þyrfti að flytja þær alla leið til Íslands.
Staðan á lokaverkefninu:
Fjöldi síðna: 65 (af um 100)
Fjöldi lélegra síðna: 15
Fjöldi góðra síðna: 50
Fjöldi síðna sem Hannes er búin að lesa yfir: 50
Fjöldi síðna með útskriftum frá viðtölum: 44
Fjöldi kláraða síðna: 0
laugardagur, desember 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli