mánudagur, júní 13, 2005

Fótboltaleikur

Hannes fékk gefnist frá Nokia tvo miða á fótboltaleik í Parken. Þetta var nú reyndar bara leikur í úrvalsdeildinni hérna þar sem að FCK sem á heimavöll í Parken var að spila á móti Esbejrg. Við ákváðum nú samt að skella okkur á völlin þar sem að við höfum aldrei verið farið á fótboltaleik í Parken áður svo meira að segja Hannes var tilbúin til að fara. Það er nú ekki hægt að segja að þetta hafi verið neinn gæða fótbolti sem að var spilaður og leikurinn var eiginlega alveg hund leiðinlegur en við gátum að minnsta kosti skemmt okkur yfir hinum dásamlega úr takt klappstírum sem að dönsuðu í hálfleik. Nú erum við hins vegar búin að prófa þetta og ég er bara búin að fá staðfest þá skoðun mína að fótbolti verður ekkert betri eða meira spennandi við það að maður fari á völlinn.

1 ummæli:

Ingibjörg sagði...

HEYR HEYR!!