mánudagur, september 06, 2004

Einkaþjálfari

Ég man það núna að ég gleymdi alveg að skrifa um reynslu mína af einkaþjálfaranum. Ég fór reyndar aftur til hans í morgun og fékk sko alveg að taka á því. Það er mjög gaman að prófa þetta og stundum get ég brosað dálítið út í annað yfir svörnum sem að ég fæ við hinum ýmsu spurningum. Þessi gæji er nú samt ekki alveg vonlaus og hann hefur að minnsta kosti sýnt mér nokkrar nýjar æfingar sem að mér hefði annars aldrei dottið í hug að gera. Ég held líka að ég taki aðeins meira á þegar að ég hef einhvern sem að stendur yfir mér og fylgist með hvað ég er að gera. Annars held ég nú samt að ég eigi alveg eftir að redda mér sjálf þegar að þessir þrír tímar sem að voru innifaldir er búnir. Ég hef tröllatrú á hæfileik mínum til að telja upp í tólf án þess að ruglast, ég veit að þetta getur verið erfitt fyrir suma, reyndar held ég að það sé aðallega Kjartan sem að hefur átt í erfiðleikum með þetta :-)

Ég sá danska/sænska bíómynd, Reconstruction, í fyrrakvöld. Hún var tekin í Kaupmannahöfn svo ég naut þess að sitja fyrir framan sjónvarpið og sjá Nørreport, Købmagergade og fleiri góða staði frá Köben. Annars var ég að verða geðveik á að hanga inni í gærkvöldi svo ég fór í langan og góðan göngutúr, ég hef reyndar ekki hugmynd um það í dag hvert ég fór en ég fann að minnsta kosti á endanum leiðina heim aftur svo þetta var allt í lagi.


Engin ummæli: