fimmtudagur, júlí 22, 2004

Internetaðgangur

Ég skrifaði smá í gær en þar sem að ég kemst ekki á netið með fartölvunni verður það bara að býða þangað til seinna.

Loksins hefur mér tekist að finna einhvern stað hérna í Ástralíu þar sem að ég get komist á internetið. Það er nefnilega ekkert auðvelt að fá að komast á netið í skólanum fyrr en að ég er búin að fá nemendaskírteinið mitt. Skírteinið get ég fyrst fengið þegar að það er búið að skrá mig í áfanga og það er bara dálítið mál, sérstaklega þegar tölvukerfið í skólanum liggur niðri í marga klukkutíma. Ég helt reyndar að það væri ekki hægt að gera stjórnunarkefi svona flókin í dag, það sem að ég þarf að gera til að get skráð mig í áfanga og það sem er mikilvægast að komast á internetið er:

1: Fá umsóknarblað hjá tengilið mínum á skiftinemaskrifstofunni í skólanum
2: Fá að vita hjá honum hvaða deildir kenna þá áfanga sem mig langar að taka og fá nöfn hjá fólki í þessum deildum sem geta skrifað undir að ég megi taka áfangann
3: fara og tala við þetta fólk og fá undirskrift þeirra
4: skila inn blaðinu með undirskriftunum til tengiliðs míns sem þarf síðan að senda email og eitthvað til enn fleiri
5: mæta aftur dagin eftir til tengiliðsins og vona að fólk hafi svarað emailunum sem hann sendi svo hann geti skráð mig í áfangana
6: svo verð ég að fara á einhverja aðra skrifstofa til að fá nemendaskírteinið og þá loksins get ég farið að leika mér eitthvað á netinu og svona

En nóg um pirring minn á kerfinu þarna í skólanum. Ég fæ að heyra meira um það í kvöld hvernær ég get flutt inn í herbergið sem að ég er búin að fá, það verður vonandi í kvöld eða á morgun. Það er ekkert sérstaklega spennandi að búa á hótelherbergi sem er alveg skít kalt. Herbergið sem að ég er búin að fá er bara alveg ágætt, með rúmi (auðvitað) og svo er skrifborð og fataskápur (þar geta kóngulórnar og slöngurnar falið sig). Síðan má ég nota eldhúsið og stofuna og allt svoleiðis eins og ég vil. Það er reyndar ekki alvöru internettenging á þessum stað, bara módem, en það gæti kannski verið að ég á amríska stelpan athugum með að fá betri tenginu. Ég verð að reyna að ýta undir það.

Annars gengur bara vel hérna, ég sakna Hannesar auðvitað frekar mikið en ég reyni bara að hafa eitthvað að gera svo að ég hafi ekki tíma til að hugsa svo mikið um það. Ég er svo sem ekki búin að hafa mikin tíma til að skoða bæinn eða neitt svoleiðis svo að ég reikna með að ég get eitt helginni í það, gefur mér að minnsta kosti eitthvað að gera :)

 

Engin ummæli: