miðvikudagur, júlí 28, 2004

Heill hellingur

Nuna get eg set allt thad sem ad eg er buin ad vera ad skrifa a tolvunni heima inn herna svo thetta verdur kannski dalitid langt. Thetta er fyrir nokkra daga og eg set dagsetningar a thetta svo vonandi verdur haegt skylja thessa supu herna.

Annars var eg bara akurat nuna ad koma fra Go-Kart og grilli svo thetta er buid ad vera frekar skemmtilega dagur. Thad gekk frekar vel i fyrstu Go-Kart keppninni og eg var i odru saeti en sidan var allt a nidurleid en thetta var samt mjog gaman.

En herna kemur allt sem eg er buin ad vera ad skrifa og thad nyjasat er efst.

 
Þriðjudagur 27-7-04

Ég vona að allir hafi það gott. Ég hef eiginlega ekki heyrt frá neinum nema pabba, mömmu og Hannesi svo að ég er vona kannski að það fari einhverjir að skrifa mér einhverja emaila bráðum. Ég get nú svo sem ekki kvartað mikið veit ég þar sem að ég hef heldur ekkert verið dugleg við að skrifa email til ykkar. Það er líka satt sem menn segja að engar fréttir eru að minnsta kosti góðar fréttir.

Það er geðveikt kalt hérna og ég er ekki að grínast með það. Hitinn fór í fyrrinót niður í 0,4C og það er það kaldast í sex ár hérna í Perth og það sjötta kaldast nokkurntíman mælt. Svo það er ekki bara mér sem finnst vera kalt. Hitastigið heldur sig samt venjulega kringum 5 gráður á nóttunni og 17 á daginn svo manni hlínar smá yfir dagtímana, sérstaklega ef það er sól, sem er reyndar alltaf. Það er búið að rigna 3 frá því að ég kom og það hefur nú ekki verið neitt rosalegt regn. Enda er frekar fyndið að heyra veðurfréttamennina vera að segja að þeir hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með regnið það sem af er vetri.

Ég keypri mér annars kort í líkamsræktarstöð í gær. Ég fór inn í þessa stærðarinnar stöð sem að er ekki svo langt frá þar sem að ég bý svo staðsetningin er fín og allt svoleiðis. Ég ætlaði bara að spyrjast fyrir um verðið og fá að sjá hvaða tíma þeir byðu uppá. En það var nú ekki hægt, ég var dregin inn fyrir og fékk persónulega leiðsögn um allan stöðina fékk að sjá allt. Hængurinn var hins vegar að þegar að ég fékk að vita verðin á endanum þá gat ég fengið allt á mjög sérstöku verði ef að ég skráði mig á staðnum en annars hækkaði skráningarverðið um 200% og mánaðarverðið um 25%. Ég varð reyndar dálítið fúl þar sem að mér fannst að það væri eiginlega verið að pína mig til að skrifa undir núna og ég fékk ekkert að vita um þetta sérstaka verð sem var einungis hægt að fá í fyrstu heimsókn og auk þess mátti ég varlta hugsa málið í 2 mínutur. Það lág við að ég gengi út bara til að sýna að ég mundi ekki láta vaða svona yfir mig en ég týmdi bara ekki að verða af tilboðinu ef að ég sýðan mundi ekki finna neitt betra svo ég let selja mér þetta. Sem betur fer hef ég tvær vikur til að prófa þetta og ég þarf ekki að borða heilan bóndabæ ef ég hætti innan þess tíma. Svo nú þarf ég bara að fara að drýfa mig í ræktina. Þeir eru reyndar með sundlaug og ég held að ég væri alveg til í að fara og synda smá núna. Ég þarf líka að æfa mig áður en að ég get farið að synda í sjónum í sumar :-)

Annars er ég í geðveiku basli með að finna áfanga sem að ég get tekið. Allir áfangarnir sem að ég var búin að fá samþykta frá skólanum í danmörku eru kendir á sama tíma svo að ég þarf að finna einhverja aðra áfanga til að taka. Ég skil reyndar ekki hvernig það er hægt að búa til stundaskrá þar sem að svona mikið af áföngum sem eru innan sama sviðs og maður mundi þess vegna halda að sömu manneskjurnar mundu taka eru á sama tíma en þeim hefur að minnsta kosti tekist það mjög vel hérna í Curtin. Ég veit að ég er alltaf að hvarta yfir skólanum hérna en það er bara af því að ég er búin að venjast kerfinu í danmörku þar sem að allt er gert fyrir mig og þess vegna tek ég bara eftir þessu hérna. Ég á annars pantaðan tíma með Markus, vini mínum hjá alþjóðaskrifstofunni í skólanum sem sér um skiftinema og sem ég hef hitt nánast á hverjum degi frá því að ég kom, á fimmtudaginn og þá á ég vonandi eftir að geta gengið frá þessu. Mig vantar svo sem bara einn áfanga núna og ég verð síðan bara að vona að CBS eigi eftir að samþykkja áfangan sem að ég vel.

Annars er kynningarvika í skólanum núna og þeir bjóðu upp á kynningar um allt mögulegt. Maður getur fengið leiðsögn um háskólasvæðið sem manni veitir svo sem ekki af, ég er búin að villast nokkuð oft það sem af er. Maður getur líka fengið kynningu á hvernig á að nota bókasafnið og hvernig maður á að læra og allt mögulegt. Við skiftinemarnir fórum líka í skemmtilega ferð í dag í boð skólans. Við vorum keyrð í rútu til hinna ýmsu staða. Við fórum fyrst til Freemantle sem er næsti bær og reyndar líka elsti hafnarbærinn í Vestur Ástralíu. Hann er frá um aldamótin 17-18 hundruð og það eru margar gamlar byggingar þar og þetta er mjög flottur bær. Svo fórum við auðvitað á ströndina og sáum alla geðveiklingana sem voru á brimbrettum þá að það væri svona kalt eins og hefur verið. Síðast fórum við í Queens Park. Þessi garðu er í fyrsta lagi alveg ógeðslega stór og sýðan er frábært útsýni yfir bæði Perth og ánna og allt svoleiðis þaðan. Við stoppuðum svo sem bara stutt og ég ætla að fara aftur einhverntíman seinna þegar það fer að vora meira því þarna er líka skrúðgarður sem á víst að vera einn af þeim fjölbreyttustu í heiminum svo ég ætla að fara að sjá þegar öll blómin eru farin að blómstra. 

Ég veit að ég er ekki búin að senda neinar myndir ennþá en það er bara smá (eða frekar stórt) vandamál með tölvuna mína núna svo ég ætla að reyna að taka saman smá myndapakka um helgina sem ég get vonandi sent til allra sem að mér dettur í hug auðvitað.

 
Laugardagur 24-7-2004

Fimmtudagskvöldinu eyddi ég í að flytja í herbergið sem að ég á eftir að búa í næstu fjóra mánuðina. Petra (konan sem á húsið) og Vanessa (sem er bandaríski skiptineminn sem leigir annað herbergi hér) tóku mjög vel á móti mér. Petra var að fara í búðina svo ég fékk að fljóta með og gat keypt mér þessar helstu nauðsynjar til að geta lifað af. Annars fór restin af kvöldinu aðallega í að koma mér fyrir í herberginu og taka upp úr töskunni og svoleiðis. 

Á föstudeginum var reyndar eitthvað skipulagt í skólanum svo ég þurfti að mæta þar kl. 9 á kynningarfund. Ég mætti nú samt dálítið seint þar sem að ég og Vanessa vorum ekki alveg vissar á strætó áætluninni og þar sem að þeir keyra bara á hálf tíma fresti þá urðum við að býða aðeins lengur en að við höfðum reiknað með. Það tekur svo sem ekki nema 5 mínútur að komast í skólan þegar að strætóinn er kominn. Þessi kynning var svo sem ekki neitt sérstakt, mikið að henni var að kynna hin ýmsu formsatriði fyrir okkur og síðan var líka verið að kynna nokkra klúbba og hluti sem að við gætum gert í frítíma okkar. Það sem að var hins vegar gott var að það myndaðist smá hópur af fólki sem í kringum eina ástralska stelpu sem var þarna og hún var svo góð að aumka sig yfir okkur skiptinemana og bauðst til að taka okkur með út á lífið um kvöldið. Ég og Vanessa tókum okkur þess vegna saman og mættum á svæðið og við vorum 11 í heildina sem fórum út og borðuðum og fengum smá bjór og dönsuðum og skemmtum okkur bara mjög vel. Svo mér finnst bara að þetta föstudagskvöld hafi verið alveg ágætt.

Kvöldið áður leiddi hins vegar til að ég svaf alveg ógeðslega lengi í dag og ég gerði því ekkert að viti allan fyrri part dagsins. Ég fékk síðan Vanessu til að fara með mig í verslunarmiðstöð hérna í nágrenninu þar sem að mig vantaði ennþá dálítið hinum ýmsu hlutum, t.d. bara shampó og svoleiðis sem að ég hafði eiginlega ekki pláss til að taka með og vissi að ég gæti bara keypt hérna. Svo ég er núna búin að skaffa mér næstum því allt það nauðsinlegasta en ég mundi svo sem þegar að ég kom heim dálítið í viðbót sem ég hafði auðvitað gleymt að kaupa. Það þýðir þá reyndar bara að ég hef afsökun fyrir að fara einhverntíman aftur svo það er allt í lagi. Við skruppum reyndar líka í bíó (það er bíó í verslunarmiðstöðinni). Við höfðum svo sem ekkert annað að gera svo að við fórum að sjá I, Robot. Þetta var svo sem alveg allt í lagi afþreying en samt bara ósköp venjuleg bandarísk bíómynd. Það sem að olli okkur samt mestum vandræðum í var að eftir að við vorum búnar að vera að býða eftir strætó í næstum því einn klukkutíma fyrir utan verslunarmiðstöðina þá gátum við fengið áætlunina í öðrum strætó og komumst að því að það voru 2 tímar þangað til að næsti strætó kæmi. Við ákváðum þá bara að eyða 30 mínútum í að labba heim. En þetta segir dálítið um hvernig almennar samgöngur eru hérna í Perth. Maður hætti mjög fljótt að undra sig yfir að allir eigi bíl, þetta samgöngukerfi er mjög svipað og á Íslandi og jafnvel verra. Ég er því alverlega farin að velta því fyrir mér að athuga hvað það kostar að kaupa mér notað hjól hérna og vona að ég eigi síðan eftir að lifa af á því hérna í vinstriumferðinni. Það verður eitt af verkefnunum mínum í næstu viku. Eða ég gæti bara athugað með bíl :-)

Restin af kvöldinu er svo sem bara búin að fara í að slappa af fyrir framan sjónvarpið. Ég var að horfa á smá ástralskan fótbolta. Ég get hreynlega ekki skilið að það sé ein einasta manneskja sem að labbi lifandi út af vellinum eftir þessa leiki. Þetta líkist einna mest amrískum fótbolta, bara án alls hlífðarbúnaðarins og leikurinn er mjög sjaldan stoppaður svo þessir gæjar þurfa bara að veltast um og tækla og hrúa sér ofaná hvorn annan í klukkutíma eða eitthvað svoleiðis. Þetta er algjör geðveiki og ég ætla svo að koma mér á svona leik einhvern daginn. Ég verð að vona að skiptinemarnir frá kanada sem lofuðu að hringja í mig næst þegar að þeir færu á leik standi við orðin sín.

Ég sit annars bara uppi í rúmi núna og er að skrifa þetta. Tölvan mín er reyndar alveg í rusli og ég held að það sé vírus inn á henni svo að ég þarf að fara að reyna að gera eitthvað í því. Ég veit bara ekki alveg hvað þar sem að ég á ekkert mjög auðvelt með að komast á internetið ennþá. En það hlýtur að reddast einhvernveginn. Ég vona það að minnsta kost.

 
Miðvikudagur 21-7-2004

Ég sit núna uppi á hótelherbergi og er bara að slappa af og horfa á áströlsku fréttirnar. Ég er búin að vera að reyna að gera eitthvað af viti í dag og þar á meðal er ég búin að vera að leita að húsnæði. Ég fékk reyndar alveg hellings hjálp við það og stelpa frá húsnæðisskrifstofunni í skólanum keyrði mig fram og til baka um bæinn og við skoðuðum að mig minnir fimm eða sex staði. Þeir voru nú ekki alveg jafn huggulegir allir saman en ég ákvað að taka herbergi hjá konu sem leigir tvö herbergi og það er bandarísk stelpa í hinu herberginu. Heimilið og herbergið sem að ég fæ leit vel út svo mér lýst bara ágætlega á þetta. Ég vona bara núna að ég geti flutt inn þar annað kvöld svo ég þurfi ekki að vera eina nótt í viðbót í þessu ógeðslega kalda hótelherbergi. Þeir hérna í Ástralíu eru auðvitað ekkert að hafa fyrir því að setja upp hita í húsunum sínum og það virkar bara ekki alveg nógu vel þegar að hittinn fer niður í 8 stig á nóttunni.

Ég ætlaði líka að reyna að komast á internetið og líka að skrá mig í áfanga en það gekk ekki svo vel þar sem að allt tölvukerfið í skólanum datt út og það tók þá einhverja tíma að koma því upp aftur svo að það var eiginlega allt stop í skólanum seinnipartinn í dag. Ég verð því að fara af stað aftur í fyrramálið og ég vona að það verði hægt að klára eitthvað af þessu svo að ég geti farið að leika mér á netinu aftur.  

Ferðalagið hérna niður til Ástralíu gekk bara nokkuð vel. Það er nú svo sem ekkert skemmtilegt að vera að ferðast í þessa 24 tíma og það var heldur ekkert létt að reyna að snúa þessum blessaða sólahring (það er hægt að skemmta sér alveg jafn mikiið yfir þessu ástralska IDOL eins og því íslenska).

Ég er nú reindar búin að gera lítið annað en að vera að reyna að standa í þessu stússi í dag enda hafði ég ekkert sérstaklega mikla orku til að fara út og skoða borgina eitthvað í dag svo að það verður bara að býða þangað til seinna.

Svo er bara að finna sér eitthvað að gera í tölvunni þó að hún sé ekki á netinu.

Engin ummæli: